Norðmenn aðstoða íslenskan föður

Guðrún og Hag­b­arður kynnt­ust árið 1997 þegar Guðrún starfaði sem …
Guðrún og Hag­b­arður kynnt­ust árið 1997 þegar Guðrún starfaði sem au-pair í Nor­egi. Úr einka­safni

Fjöldi Norðmanna hefur undanfarna daga boðið fram aðstoð sína við Hagbarð Valsson, fjögurra barna einstæðan föður. Unnusta hans, Guðrún Guðmunda Sig­urðardótt­ir, varð bráðkvödd í fyrra þegar hún var komin sjö mánuði á leið, en barnið lifði af eftir bráðakeisaraskurð. 

Sveitarfélagið þar sem fjölskyldan býr útvegaði henni nýverið einbýlishús, að því er fram kemur í frétt á vef NRK. Vinkona fjölskyldunnar setti inn auglýsingu á norska vefsíðu og óskaði eftir húsgögnum og öðrum hlutum til að létta undir með fjölskyldunni og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Yfir fjögur þúsund manns hafa skoðað auglýsinguna og þrjú hundruð haft samband við Hagbarð og boðið fram aðstoð, hvort sem það er með því að gefa húsgögn, gjafakort eða kökur.

Í frétt NRK má sjá að fjölskyldan hefur meðal annars fengið nýjan ísskáp, barnarúm og sófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert