Opið í Bláfjöllum í dag

Það verður opið í Bláfjöllum í dag.
Það verður opið í Bláfjöllum í dag. mbl.is/Þórður

Opið verður í Bláfjöllum frá 10-17. Á svæðinu er fínasta veður, -4° og bjart. Það blæs á toppnum en það mun lægja þegar líður á daginn.

Fyrirhugað var að opna í Bláfjöllum í gær, en það reyndist ekki hægt vegna veðurs.

Í tilkynningu frá umsjónarmönnum í Bláfjöllum segir: „Við hvetjum alla til að taka sér hlé á jólastressinu, koma í fjöllin og taka nokkrar bunur. Það er ekkert betra til að endurstilla sig en góð útivera á góðum skíðum eða brettum.“

Skíðasvæðið í Siglufirði verður opið í dag frá kl. 11-16. Veðrið er vestansuðvestan 2-6m/sek, frostmark og léttskýjað. Færið er gott í fjallinu.

Skíðasvæðið á Ísafirði verður einnig opið milli kl. 10 og 16 í dag. Göngubraut verður gerð við Tungu.

Þá verður skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði opið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert