„Örugglega fallegra en Geysir“

Á næstu dögum verður svæðið kælt niður og svo settur …
Á næstu dögum verður svæðið kælt niður og svo settur loki á holuna. Hreinn segir enga hættu stafa af þessu tilviki og því verði farið rólega í aðgerðir. Mynd/Hreinn Hjartarson

Ein af þremur niðurrennslisholum við Þeistareyki sprakk í dag og stendur 50 - 100 metra hár gufustrókur upp úr henni. Hreinn Hjartarson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar á staðnum, segir í samtali við mbl.is að vatnið sé um 200 gráðu heitt, en holan verður kæld niður á næstu dögum áður en loki verður settur á hana.

„Holan fór í gos og nú sprautast upp í loftið heit gufa,“ segir Hreinn. Hann tekur fram að ekkert skemmist við þetta og því sé ekkert stress í mönnum heldur verði 30 sekúndu metrum af köldu vatni dælt niður í aðra holu sem er í um 20 metra fjarlægð til að kæla svæðið yfir næstu daga. 

Það var aldrei settur loki á holurnar þar sem enginn bjóst við gosi á þessum stað. Hreinn segir að þeir hafi aftur á móti lent á einhverskonar gufutappa sem hafi sprungið og myndi nú tignarlegt og flott gufugos. „Þetta er örugglega fallegra en Geysir var,“ segir hann, en eins og fyrr segir nær strókurinn allt að 100 metra upp í loftið. Til samanburðar voru gos í Geysi um 70 metrar meðan hann gaus.

Strókurinn er allt að 100 metrar á hæð og sést …
Strókurinn er allt að 100 metrar á hæð og sést langt að. Mynd/Hreinn Hjartarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert