Varað við snjóflóðahættu

Snjóruðningur á Siglufirði.
Snjóruðningur á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Varað er við snjóflóðahættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi, að því er Vegagerðin segir í tilkynningu. 

Þá eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi.

Á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði er hálka. Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Flughált er í Grafningnum.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja.

Á Vestfjörðum er hálka, krap eða snjóþekja á flestum leiðum og sumstaðar úrkoma. Snjókoma og þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Flughált er í vestanverðum Hrútafirði.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og víða snjóar. Þæfingsfærð, snjókoma og skafrenningur er í Vestur-Húnavatnssýslu, ófært er á Þverárfjalli og frá Ketilási í Siglufjörð. Þæfingsfærð frá Sauðárkróki í Ketilás. Þæfingur og skafrenningur er á Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Snjókoma og snjóþekja er á Víkurskarði og Ljósavatnsskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fljótsheiði. Snjókoma og þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum.

Hálka er á Austurlandi og sumstaðar skafrenningur. Stórhríð og þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Jökuldal. Skafrenningur og þæfingur er á Fjarðarheiði. Snjóþekja og snjókoma er á Fagradal. Flughálka er víða á útvegum sem og á Vatnskarði eystra.

Á Suðausturlandi er hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert