Hestarnir allir komnir á þurrt

Hestar drukkna í tjörn við Bessastaði
Hestar drukkna í tjörn við Bessastaði mbl.is/Árni Sæberg

Aðgerðum í Bessastaðatjörn er lokið og tók rúman hálftíma að hífa hræ tólf hesta sem þar drukknuðu upp úr tjörninni. Kafarar brutu sig í gegnum ísilagða tjörnina og komu böndum á hræin en þyrlufyrirtækið Reykjavík Helicopters sá um að hífa þau og koma fyrir á palli vöruflutningabíls.

Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta, sagði í samtali við mbl.is í morgun að ráðist hafi verið í aðgerðina strax til að koma hræjunum undir mold fyrir jól.“

Fréttir mbl.is:

„Viljum bara koma greyjunum undir mold“

Tólf hestar undir ísnum í Bessastaðatjörn

Hrossin verða sótt á morgun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert