Stærsti skjálftinn 4,5 að stærð

Holuhraun í allri sinni dýrð.
Holuhraun í allri sinni dýrð. AFP

Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu síðan um hádegi í gær varð í gærdag kl. 16:12. Hann var 4,5 að stærð og átti upptök við suðurjaðar öskjunnar. Þrír aðrir skjálftar voru yfir 4 að stærð.

Alls mældust um 30 jarðskjálftar við Bárðarbungu síðustu sólarhringinn. Við norðanverðan kvikuganginn voru um 5 skjálftar, allir undir 2 að stærð.

Frá miðnætti hafa mælst á  annan tug jarðskjálfta með upptök sunnan við Langjökul, um 10 km norðvestur af Geysi í Haukadal. Stærsti skjálftinn mældist  2,1 stig kl. 03:49 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert