„Viljum bara koma greyjunum undir mold“

Frá Bessastöðum
Frá Bessastöðum mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við könnum aðstæður í birtingu, síðan finnum við út úr því hvernig best er að standa að þessu,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta, en stefnt er að því að koma hræjum tólf hesta, sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í gærmorgun, á þurrt land í dag.

Þyrlufyrirtækið Reykjavík Helicopters mun koma að aðgerðunum, en þyrla verður notuð til að hífa hrossin úr tjörninni. Einar segist aldrei hafa lent í svo stóru máli af þessu tagi áður. „Menn hafa misst hross í skurði og annað slíkt, en það hefur aldrei verið um svona fjölda að ræða. Við erum hins vegar með kunnáttumenn með okkur og munum bara leysa þetta.“

Aðspurður hvers vegna ráðist er í málið strax frekar en að bíða eftir að ísinn bráðni segir Einar menn hafa talið rétt að láta dýrin ekki liggja í tjörninni yfir hátíðarnar. „Við viljum bara koma greyjunum undir mold fyrir jól.“

Fréttir mbl.is:

Tólf hestar undir ísnum í Bessastaðatjörn

Hrossin verða sótt á morgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert