Bætir í vindinn og snjóar

Styrmir Kári

Suðvestan og vestan 5-13 m/sek í dag og él, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Gengur í norðan og norðaustan 10-18 m/sek í kvöld og nótt með snjókomu eða éljum norðan- og austantil, en léttir til fyrir sunnan.

Lægir smám saman á morgun. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en styttir að mestu upp norðan- og austanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðan 8-13 um morguninn, en lægir síðan, fyrst NV-til. Dálítil él um landið norðaustanvert fram eftir degi, en annars víða léttskýjað. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum.

Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og þykknar upp, hvassast vestantil. Hlýnandi veður, hiti 0 til 7 stig síðdegis, en hiti um frostmark norðaustan- og austanlands.

Á mánudag:
Sunnan 13-20 m/s og rigning, en heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 3 til 10 stig síðdegis.

Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag (gamlársdagur):
Suðlæg átt. Slydda eða rigning með köflum, en snjókoma í innsveitum. Hiti um frostmark.

Á fimmtudag (nýársdagur):
Vestlæg átt, él og kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert