Yfir 30 heimili skógareldi að bráð

Óttast er að 30 heimili hafi orðið skógareldum að bráð við Adelaide í Suður-Ástralíu undanfarna daga. Skógareldurinn er sá versti í þrjá áratugi, en óttast er að hann muni ógna lífi og limum fólks, þrátt fyrir að veðurskilyrði á svæðinu muni að öllum líkindum gera eldinum erfiðara fyrir.

Eldurinn kviknaði á föstudaginn en vonir standa til að kuldi í dag muni hjálpa slökkviliðsmönnum í baráttu sinni við eldinn.

Jay Weatherill, ríkisstjóri Suður-Ástralíu, segir ljóst að 12 heimili hið minnsta hafi brunnið, en allt að 20 í viðbót kunni að hafa brunnið.

Bjarmi frá skógareldinum.
Bjarmi frá skógareldinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert