Hálka víða á Suðurlandi

Leirvogstungumelar í morgun séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Leirvogstungumelar í morgun séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka er nokkuð víða á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Kjalarnesi að sögn Vegagerðarinnar.

Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi. Ófært er milli Búða og Hellna en verið er að opna Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka en þó er þungfært á Innstrandavegi.

Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi í augnablikið en verið að hreinsa. Hólasandur ófær.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum vegum. Verið er að opna Vatnsskarð eystra. Hálka er með suðausturströndinni. Talsvert hefur borið á hreindýrum við veg á Suðausturlandi undanfarið.

Heimasíða Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert