Vatnslekar í asahlákunni

Töluvert tjón varð þegar vatn lak inn í tvær íbúðir í Logalandi í Fossvogi og í Skerjafirði, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Asahláka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar snjókomu fyrr í dag.

Svo virðist sem að stíflað niðurfall, líklega af völdum krapa, hafi valdið vatnslekanum í Fossvoginum en talið er að framkvæmdir sem ekki var gengið nægilega vel frá hafi verið ástæða lekans í Skerjafirði, að sögn slökkviliðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert