Versta veðrið á morgun

Stormur, haglél og rok - þetta er meðal þess sem …
Stormur, haglél og rok - þetta er meðal þess sem bíður okkar á sunnudag. mbl.is/Rax

„Lægðin sem veldur óveðrinu er nú vestur af landinu og færist nær landi á morgun. Það er síðan strengur sunnan við lægðina sem lendir á okkur. Vindurinn nær hámarki vestanlands á hádegi á morgun,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Á morgun má búast við stormi sem fer síðan upp í rok þegar mest lætur. Með því verður éljagangur á vesturhluta landsins, alveg austur að Tröllaskaga, að sögn Teits. 

Vindurinn nær hámarki á Norðurlandi fyrir kvöldmatarleyti á morgun. 

Segir Teitur að búast megi við samgöngutruflunum á morgun. 

Veðurspáin lítur því ekki vel út fyrir komandi daga en í dag var mikill vindur sunnanlands. „Fyrir suðaustan er búinn að vera stormur í kvöld, til að byrja með snjóaði með, en það fór yfir í rigningu fyrir stuttu. Morgundagurinn er sá versti í kortunum en það er skárri spá á mánudaginn. Þá geta komið haglél en það verður ekki þessi sami ofsi og á morgun,“ segir Teitur.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert