Björgunarsveitir standa í ströngu

Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út um klukkan 13:30 í dag þegar tilkynning barst um að þak væri að fjúka af húsi í bænum í heilu lagi. Þegar björgunarsveitin kom á staðinn reyndist ástandið ekki svo alvarlegt, heldur var laus þakkantur á húsinu. Að auki hafa borist þrjár aðrar beiðnir um aðstoð samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Í öllum tilvikum hefur verið um að ræða minniháttar foktjón á þökum.

„Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út um svipað leyti til að festa þakplötur sem voru að losna af verslunarhúsnæði í bænum. Um hálfri klukkustund síðar voru sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Þar bárust nokkrar tilkynningar um fok en ekki er vitað af neinu stórtjóni á þessari stundu. Þó má nefna að hjólhýsi fauk á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð. Svo virðist sem versta veðrið sé að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en vindhraði fer nú minnkandi eftir að hafa náð um 25 m/sek,“ segir ennfremur.

Þá er kolvitlaust veður á Holtavörðuheiði. „Björgunarsveitir frá Varmalandi, Hvammstanga og Búðardal sinna lokunum á veginum á heiðinni við Bröttubrekku og við Staðarskála að beiðni Vegagerðarinnar. Einnig eru sveitirnar á leiðinni á heiðina til aðstoðar vegfarendum. Ekki er alveg vitað um ástandið þar en fregnir hafa borist af a.m.k. tveimur bílum sem fokið hafa á hliðina og fleiri eru í vandræðum.“

Fréttir mbl.is:

Fjúkandi hjólhýsi í óveðrinu

Holtavörðuheiði lokað

Óveður á Reykjanesbrautinni

Versta veðrið á suðvesturhorninu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert