Fjallvegum víða verið lokað

mbl.is/Styrmir Kári

Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði eru lokaðar þar er mikil hálka og mjög slæmt veður. Eins er lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og á Sandskeiði. Hálka er á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka og skafrenningur er í Heydal en þungfært í Álftafirði. Ófært er á Fróðárheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er lokað á Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum, Klettshálsi, Kleifaheiði og Hjallahálsi. Þæfingur og skafrenningur er á Hálfdán en snjóþekja og éljagangur er á Mikladal. Á Innstrandavegi er flughált út Hrútafjörð í Guðlaugsvík og ófært er á Ennishálsi. Hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum og éljagangur mjög víða.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur. Ófært er frá Ketilás í Siglufjörð en hálka og óveður er við Stafá á Siglufjarðarvegi. Flughálka og óveður er á Mývatnsöræfum. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi og víða er komið óveður og stórhríð. Ófært og stórhríð er frá Akureyri í Dalvík.

Á Austurlandi er hálka og óveður á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Fjarðarheiði. Hálka er á flestum leiðum á Héraði en flughálka í Hróastungu. Hálka er á Fagradal og Oddsskarði en öllu minni hálka með ströndinni í Djúpavog. Á Suðausturlandi er eitthvað um hálku en að mestu orðið greiðfært.

Fréttir mbl.is:

Veðrið gengur niður í nótt

Fjöldi háskólanema strandaglópar

Haldi kyrru fyrir í bifreiðum sínum

Leita skjóls í Háskólanum á Bifröst

Hundruð manna föst í Staðarskála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert