Fjúkandi hjólhýsi í óveðrinu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Töluvert hefur verið af útköllum hjá björgunarsveitunum það sem af er degi en nú virðist veðrið hægt og rólega vera að ganga niður og vindhraðinn minnkar. Þrjú útköll voru á Suðurnesjunum, þar á meðal barst björgunarsveitinni útkall vegna þaks sem á að hafa fokið af húsi í heilu lagi.

Þá voru björgunarsveitamenn einnig sendir til þess að loka Holtavörðuheiðinni, auk þess sem þeim barst útkall vegna hjólhýsis sem á að hafa fokið á kyrrstæða bifreið. Ekki hafa þó borist fregnir af alvarlegum uppákomum í óveðrinu. 

Sjá frétt mbl.is: Holtavörðuheiði lokað

Sjá frétt mbl.is: Óveður á Reykjanesbrautinni

Sjá frétt mbl.is: Versta veðrið á suðvesturhorninu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert