Rafmagnslaust á Hólmavík

Hólmavík.
Hólmavík. Sigurður Bogi Sævarsson

Rafmagn er farið af á Hólmavík. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti var aðveitustöð skilin eftir í staðstýringu og er maður nú á leið í stöðina.

Um leið og hann kemur í stöðina ætti rafmagn því að fara aftur á nema eitthvað ófyrirséð komi upp. Gert er því ráð fyrir því að straumur verði kominn fljótlega aftur á.

Þá sendi Landsnet frá sér tilkynningu laust eftir klukkan sex í kvöld þar sem sagði að rafmagn hefði farið af aðveitustöð við Glerárskóga og varð því rafmagnslaust í Dalabyggð, þegar flutningslína Landsnets frá Hrútatungu leysti út rétt fyrir klukkan sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert