Slæm færð víða um land

Mikil hálka er víða og vegir sums staðar ófærir. Mynd …
Mikil hálka er víða og vegir sums staðar ófærir. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ófærð og hálka er á vegum landsins, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi. Hálka er á Mosfellsheiði en þungfært á Lyngdalsheiði. Þá er ófært á flestum heiðum á Vestfjörðum, Bröttubrekku, á Fróðárheiði og í Svínadal.

Þá er flughálka á Laxárdalsheiði. Þæfingsfærð er á Heydal en þungfært frá Arnarstapa að Fróðárheiði. Hálka eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er ófært á flestöllum heiðum, þó er þungfært á Gemlufallsheiði og á Þröskuldum. Flughálka er í Súgandafirði. Annars er hálka eða snjóþekja og enn er verið að kanna færð á nokkrum leiðum.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða krapasnjór á flestum leiðum.
Ófært er á Hálsum og flughálka í Öxnadal og á Möðrudalsöræfum en hálka eða krapasnjór á öðrum leiðum.

Á Austurlandi er flughálka á öllum leiðum í kringum Egilsstaði en hálka á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði.

Hálkublettir eða krapasnjór er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert