Veðrið gengur niður í nótt

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna suðvestanstorms með éljum á landinu fram á nótt. Líkur séu á að samgöngur truflist áfram af þeim sökum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn gera ráð fyrir suðvestanátt 15-25 metrum á sekúndu en hægari norðlægri átt á Vestfjörðum og einnig síðar norðvestanlands. Þurrt verður að kalla á austanverðu landinu en annars él og snjókoma á Norðvesturlandi um tíma síðar í kvöld. Hiti verður um frostmark víðast hvar.

Veðrið lægir síðan í nótt. Spáð er vestan 8-15 m/s í fyrramálið og lítilsháttar éljum, en suðlægari áttum síðdegis með slyddu og síðar rigningu á Suður- og Vesturlandi og hlýnar. Lengst af þurrt norðan- og austanlands annað kvöld. Hiti víða 1 til 6 stig annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert