Enn ein lægðin á leiðinni

Það má búast við því að blint verði á Holtavörðuheiðinni …
Það má búast við því að blint verði á Holtavörðuheiðinni um hvöldmatarleytið. mbl.is/Björn Jóhann

Spáð er nýrri lægð úr suðvestri seinna í dag og með henni fer veður hlýnandi og leysing verður á láglendi. Á fjallvegum vestantil kemur þó til með að snjóa, s.s. eins og á veginum austur fyrir fjall um og upp úr kl. 16. Eins verður líkast til blint á Holtavörðuheiði um kvöldmatarleytið þegar veðurhæð nær 15-20 m/s um tíma, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og snjóþekja er á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálka er í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka og hálkublettir eru á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og á Innstrandavegi en verið er að moka. Búið er að opna veginn um Þröskulda en einbreitt er á kafla og er fólk beðið að sýna aðgát.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur.

Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi. Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði og þar er snjóþekja.

Á Austurlandi er hálka. Á Suðausturlandi er eitthvað um hálku og hálkubletti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert