„Þarna fauk bíllinn af stað“

Margir bílar sátu fastir í gær vegna óveðurs.
Margir bílar sátu fastir í gær vegna óveðurs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tilkynning barst lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi um marga ökumenn í vandræðum skammt norðan við bæinn vegna blindbyls. Tilkynnt hafði verið um nokkrar bifreiðir sem hefðu farið út af veginum og var óvissa um aðstæður. 

Í myndbandinu hér að neðan, sem tekið var með myndavél í vesti ökumanns lögreglubifreiðarinnar, má sjá hversu slæmt veðrið var. Reyndi lögregla að aðstoða ökumenn eins og hægt var en björgunarsveitin á Akureyri, Súlur, var einnig kölluð út til aðstoðar. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurfti að skilja nokkrar bifreiðir eftir og voru ökumenn og farþegar fluttir til Akureyrar. 

„Nokkuð erfiðar aðstæður voru þarna en allt gekk þetta þó að lokum með góðu samstarfi allra,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert