„Á Akureyri er allt til alls“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.

„Á Akureyri er allt til alls til að þar geti Fiskistofa starfað og gert það mjög vel,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á Alþingi í kvöld. Hann segir ýmsu hafa verið haldið fram í umræðunni sem ekki standist skoðun um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar.

Til umræðu var frumvarp um breytingu á lögum um stjórnarráðið en verði það samþykkt fá ráðherrar heimild til að ákveða hvar á landinu aðsetur stofnana ráðuneyta verða. Sigmundur Davíð sagði það rangt sem haldið hefur verið fram um að rífa eigi stofnunina upp með manni og mús. „Ætlunin er að vinna þetta í samráði við starfsmenn þarna þannig að þetta geti reynst sem best, gengið sem best fyrir sig fyrir starfsmenn og stofnunina um leið. Það er engin ástæða til annars en að ætla að þetta geti skilað sér í mjög öflugri Fiskistofu á Akureyri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert