Áfram lágreist byggð í Garðabæ

Nýtt hverfi rís í Urriðaholti í Garðabæ.
Nýtt hverfi rís í Urriðaholti í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg

Hafin er gerð nýs aðalskipulags fyrir Garðabæ. Þar verða allar gerðir af híbýlum, sambland af sérbýli og fjölbýli, en meginstefið er að vera með frekar lágreista byggð.

Þetta segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Komið er við í Garðabæ annan daginn í röð í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið.

Meðal annars efnis er umfjöllun um útivistarsvæði Garðbæinga, starfsemi á Vífilsstöðum og Alþjóðaskólann. Þá kemur fram að fólk með háar tekjur er áberandi meðal íbúa bæjarfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert