„Börnin fæðast jú þegar þeim hentar“

Í myndbandi sem Landspítalinn sendi frá sér í gær segir Elín Ögmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á vökudeild Barnaspítala Hringsins, frá starfsemi vökudeildar spítalans.

Deildin sinnir öllum nýfæddum börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eða sérhæft eftirlit eftir fæðinguna. 

„Það er eiginlega ekki til neitt sem heitir venjulegur dagur,“ segir Elín í myndbandinu. „Börnin fæðast jú þegar þeim hentar. Þetta er svolítið sérstakt umhverfi, mikið af tækjum og börnin eru í hitakössum og getur virkað ógnvekjandi að sjá þetta í fyrsta skipti. Svo þegar maður ef farinn að sjá barnið fyrir tækjunum, þá verður þetta allt öðruvísi,“ segir Elín.

Elín Ögmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á vökudeild Barnaspítala Hringsins.
Elín Ögmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á vökudeild Barnaspítala Hringsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert