„Ekki bara brot heldur dónaskapur“

Þegar hafa nokkrir ökumenn verið sektaðir fyrir að stytta sér …
Þegar hafa nokkrir ökumenn verið sektaðir fyrir að stytta sér leið. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag og næstu daga fylgjast grannt með notkun á sérakreinum, sérstaklega þeim sem ætlaðar eru fyrir strætisvagna.

„Notkun annarra á slíkum akreinum er ekki bara brot heldur dónaskapur gagnvart öðrum vegfarendum,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá kemur fram, að þeir sem nýti sér slíka akreinar til að flýta för sinni geti átt í hættu að fá að launum sekt. Tekið er fram að þegar hafi nokkrir ökumenn fengið slíka sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert