Flug gengur samkvæmt áætlun

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að …
Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að renna sér á skíðum í snjó á Time Square í New York í Bandaríkjunum. AFP

Flug Icelandair til og frá Bandaríkjunum hefur gengið samkvæmt áætlun síðastliðinn sólarhring og lítur út fyrir að svo verði áfram í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna vegna veðurs og hafa mörg þúsund flugferðir verið felldar niður þar í landi. 

Vél Icelandair lenti aftur á móti í vandræðum á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur í gær. Þegar vélin var að taka á loft heyrðust þrír háir hvellir og var ákveðið að lenda aftur í Kaupmannahöfn átján mínútum eftir að vélin tók á loft.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, kom upp bilun í mótor vélarinnar. Önnur vél var send eftir farþegunum. Vélin átti að fara í loftið kl. 14 en fór að lokum frá Kaupmannahöfn um kl. 20 í gærkvöldi.

Neyðarástand í New York og Boston

Bylurinn raskar daglegu lífi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert