Húsnæðisvandinn magnast enn frekar

Byggingarkostnaður er hár um þessar mundir.
Byggingarkostnaður er hár um þessar mundir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrátt fyrir launaskrið og að raungengi krónu hafi ekki verið jafn hátt síðan 2008 er áfram útlit fyrir skort á nýjum íbúðum fyrir meðaltekjufólk á Íslandi.

Offramboð var af íbúðarhúsnæði eftir efnahagshrunið og telja Samtök iðnaðarins (SI) að sá lager hafi klárast síðla árs 2012, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, segir samtökin áætla að skapast hafi uppsöfnuð þörf fyrir þúsundir íbúða, þá fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Nú séu fyrst og fremst byggðar stórar og dýrar íbúðir vegna hás lóðaverðs. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir efnahagsbatann ekki skila sér í framboði íbúða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert