Kólnar er líður á daginn

Í dag mun kólna í veðri er líður á daginn.
Í dag mun kólna í veðri er líður á daginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag er gert ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt á landinu, yfirleitt 8 til 13 metrum á sekúndu. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð skúrum og síðar éli í dag en heldur hægari og úrkomulitlu austantil. Jafnframt mun kólna þegar líður á daginn.

Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestlægri átt, 5 til 10 metrum á sekúndu, víða dálitlum éljum og frosti, 0 til 6 stigum.

Á morgun er gert ráð fyrir breytilegri átt og 5 til 13 metrum á sekúndum ásamt stöku éljum. Verður vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með snjókomu, fyrst norðan til. Seint um kvöldið breytist það í norðaustanátt, 15 til 23 metra á sekúndu og snjókomu og frost, 0 til 8 stig. Verður þó þurrt að mestu sunnantil.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert