Óvissa er uppi um fjármögnun Hagvaxtarsjóðs

Fjárfestingar Hagvaxtarsjóður Íslands verður minni en vonir stóðu til.
Fjárfestingar Hagvaxtarsjóður Íslands verður minni en vonir stóðu til. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lífeyrissjóðurinn Gildi mun ekki taka þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs Íslands sem ætlað er að fjárfesta í verkefnum sem tengjast ýmsum innviðum samfélagsins.

Að sögn forsvarsmanna Gildis leist þeim ekki á þær hugmyndir sem forvígismenn Hagvaxtarsjóðsins báru á borð þegar hugmyndin að baki honum var kynnt á síðasta ári.

Enn er beðið svara um hvort Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins taki þátt en Lífeyrissjóður verslunarmanna mun að öllum líkindum leggja sjóðnum til 4 milljarða króna, mað því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert