160 vildu í slökkviliðið

Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal …
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal annað er kannað hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Um 160 umsóknir bárust slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem auglýst voru nýlega. Tæplega þrjátíu konur sóttu um en ráðið verður í sextán störf.

Tæplega hundrað umsækjendur stóðust menntunarkröfur, þ.e. kröfu um stúdentspróf eða sveinspróf og fóru þeir í gegnum strangt inntökuferli. Þurfa umsækjendur meðal annars að standast próf í hlaupi, lofthræðslu, innilokunarkennd, þreki og styrk, sundi og akstri. Að því loknu taka þeir skriflegt próf og fara síðan í læknisskoðun og viðtal.

Að sögn Ingibjargar Óðinsdóttur, mannauðsstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er umsækjendahópurinn ótrúlega fjölbreyttur og margt hæfileikaríkt fólk þar á meðal. „Við eigum von á því að geta ráðið úrvalshóp nýrra starfsmanna,“ segir Ingibjörg.

Prófin eru krefjandi og þurfa umsækjendurnir meðal annars að hlaupa þrjá kílómetra á innan við þrettán mínútum. Í öðru prófi þurfa þeir að klifra upp 17 metra háan stiga á körfubíl. Ef þeir ná alla leið upp, bíður þeim prófdómari sem spjallar við þá um stund til að kanna hvort þeir geta hugsað rökrétt við aðstæður sem þessar.

Þá þarf einnig að kanna hvort umsækjendur þjáist af innilokunarkennd og fara þeir í gegnum þrautabraut með bundið fyrir augun. Ingibjörg segir að mikið sé í húfi og mikilvægt að umsækjendur geti unnið undir álagi og hugsað rökrétt.

Gert er ráð fyrir að um 40 manns standi eftir að prófunum loknum. Þá er horft til fjölda stiga sem keppendur fengu í prófunum og viðtals sem umsækjendur fara í auk niðurstöðu úr skriflegu prófi.

Stefnt er að opnun nýrrar slökkvistöðar í Mosfellsbæ á næstunni og því þörf á að bæta við mannskap.

Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal …
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal annað er kannað hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal …
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal annað er kannað hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal …
Umsækjendur þurfa að fara í gegnum nokkur próf, en meðal annað er kannað hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert