Ísland fyrst til að lögleiða fóstureyðingar

Fóstureyðingarpillan var þó ekki til þegar fóstureyðingar voru leyfðar fyrst.
Fóstureyðingarpillan var þó ekki til þegar fóstureyðingar voru leyfðar fyrst. mbl.is/Rósa Braga

Í frétt á vefsíðu tímaritsins Time segir frá því að Ísland hafi verið fyrsta vestræna landið til að lögleiða fóstureyðingar en það var gert fyrir 80 árum síðan, þann 28. janúar 1935.

Í fréttinni er þó bent á að þessi „fyrsti“ stimpill sé ákveðnum vandkvæðum bundinn enda hafi fóstureyðingar verið heilar aldir utan lagarammans þar sem þær voru hvorki ólöglegar né löglegar. Ísland hafi hinsvegar verið fyrsta vestræna þjóðin til að skapa það sem nú þekkist sem nútímaleg lög um slíkar aðgerðir sem leyfðu þær með ákveðnum skilyrðum.

Í umfjöllun Time kemur fram að önnur lönd hafi sett lög um fóstureyðingar áður en Ísland s.s. Mexíkó, sem leyfðu fóstureyðingar undir skilyrðum á við nauðgun. Þá höfðu Sovétríkin einnig lögleitt fóstureyðingu áratug fyrr. Lögin í Sovétríkjunum entust hinsveggar ekki og skilyrðin fyrir lögmæti aðgerðanna voru ólík þeim sem sett voru hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert