Segir fjórar akreinar of mikið

Umferðarflæði Grensásvegar mun ekki raskast, segir Hjálmar Sveinsson.
Umferðarflæði Grensásvegar mun ekki raskast, segir Hjálmar Sveinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Reglan er sú að það þurfi ekki fjórar akreinar nema umferðin sé komin yfir tuttugu þúsund bíla á sólarhring. Umferðarspár til næstu áratuga segja að bílaumferðin á Grensásvegi muni aldrei ná því marki.“

Þetta segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis og skipulagssviðs, og bætir við að í dag aki tíu til tólf þúsund bílar á sólarhring um veginn.

Til stendur að þrengja Grensásveg sunnan Miklubrautar úr fjórum akreinum í tvær og gera hjólastíga sitt hvorum megin götunnar til að auka öryggi í umferðinni og lyfta undir hjólreiðar. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, efaðist um ágæti hugmyndarinnar í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær en Hjálmar segir þar hlaupið yfir ýmis rök til stuðnings þrenginganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert