Munu sjöfalda framleiðslu á lífdísil á árinu

Hægt er að kaupa lífdísilolíu á bensínstöðvum N1.
Hægt er að kaupa lífdísilolíu á bensínstöðvum N1. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið Lífdísill í Reykjavík hefur tryggt fjármögnun til að framleiða allt að 700 þúsund lítra af lífdísil á ári. Verkefnið hljóðar upp á hundruð milljóna og er stefnt að enn frekari stækkun á næstu árum.

Samhliða framleiðslunni verður þróaður tæknibúnaður sem vonir standa til að muni verða undirstaða mikils útflutnings í framtíðinni.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Lífdísils, verkefnið byggt upp í áföngum. Það er unnið í samstarfi við SORPU og ef framhald verður á því gæti það velt rúmum hálfum milljarði króna innan tíu ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert