Þungfært á Holtavörðuheiði

Það er snjór og hálka á Holtavörðuheiði. Mynd úr safni.
Það er snjór og hálka á Holtavörðuheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Björn Jóhann

Þungfært er á Holtavörðuheiði en þar er nú 6 stiga frost og nokkur vindur. Jafnframt er þæfingur á Öxnadalsheiði. Þar er 4 stiga frost og vestanátt með 5 metrum á sekúndu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er krap og snjóþekja í kringum Blönduós og þæfingur við Varmahlíð. Unnið er að því að búa vegina undir umferð dagsins. 

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og hált á Hellisheiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert