101 ferð til New York

Frá New York.
Frá New York. mbl.is/AFP

63% aukning verður á brottförum frá Keflavík til New York frá því í maí í fyrra samkvæmt frétt Túrista. Þá var að jafnaði flogið tvisvar á dag en á sama tíma í ár verða ferðirnar samtals 101.

Suma daga munu fjórar vélar fljúga héðan til New York en helsta ástæðan fyrir þessum tíðari samgöngum er sú að í ár hefst Íslandsflug Delta mánuði fyrr en vanalega. Fyrsta ferðin verður farin 2. maí en ekki í byrjun júní líkt og undanfarin sumur en að auki mun Icelandair fjölga ferðum sínum til Newark flugvallar.

Samkvæmt greiningu Túrista er flugið ódýrara fyrir þá ferðamenn sem hyggjast dvelja í viku eða lengur en tekið er fram að lengd ferðalagsins skipti minna máli hjá Icelandair en Delta.

Einnig er tekið fram að ekki sé það sama innifalið í ferðum flugfélaganna því allir farþegar Icelandair á leið til N-Ameríku mega innrita tvær ferðatöskur án þess að greiða aukalega fyrir en hjá Delta er hámarkið ein. Hins vegar þarf ekki að borga fyrir matinn um borð hjá bandaríska félaginu en þeir sem sitja á ódýrasta farrýminu hjá Icelandair greiða fyrir veitingar í föstu formi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert