222 þúsund óku Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng.
Héðinsfjarðargöng.

Meðalumferð á dag um Héðinsfjarðargöng mældist 609 bílar á sólarhring árið 2014 og hefur aldrei verið meiri frá því að göngin voru opnuð. Þessu greinir frá á vefnum Siglfirðingur.is

Samtals fóru rúmlega 222 þúsund ökutæki um göngin allt síðasta ár borið saman við rúmlega 205 þúsund árið 2013. Þetta er því aukning um 8,4% á milli ára. Umferð yfir sumartímann (júní -sept) jókst um 9,4% milli ára en umferð yfir vetrartímann (jan. –mars og desember) dróst saman um 2,7%.

Umferðin jókst einnig alla vikudaga fyrir utan sunnudaga. Mest jókst umferðin virka daga, sem gæti gefið vísbendingu um aukinn þrótt í atvinnulífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert