Forseti var á landinu 255 daga í fyrra

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var erlendis 56 heila daga í embættiserindum og 43 daga í einkaerindum í fyrra. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna greiðslna til handhafa forsetavalds vegna þessara ferða nam rúmum tíu milljónum króna. Á árinu 2014 var forseti 255 heila daga á landinu.

Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Í svarinu segir að Ólafur Ragnar hafi á tímabilinu 1. ágúst 2012 til ársloka 2012 verið erlendis í 23 heila daga í embættiserindum og 13 í einkaerindum. Á árinu 2013 var forseti erlendis í 70 heila daga í embættiserindum og 24 í einkaerindum og á árinu 2014 var forseti erlendis í 56 heila daga í embættiserindum og 43 í einkaerindum.

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna þessara ferða í greiðslum til handhafa forsetavalds námu á viðkomandi tímabilum:

  • Frá 1. ágúst 2012 til 31. desember 2012: 2.355.702 kr.
  • Á árinu 2013: 9.539.765 kr.
  • Á árinu 2014: 10.005.498 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert