Kríuvarpið er að rétta úr kútnum

Krían er einn helsti vorboðinn.
Krían er einn helsti vorboðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill kraftur var í kríuvarpinu við Tjörnina í fyrra, þriðja árið í röð. Í fyrsta skipti um árabil sáust ársgamlar kríur með varpfuglunum sem bendir til þess að kríuvarpið sé að hjarna við.

Kríuungar komust á legg og 25. júlí s.l. sáust 94 fullorðnar kríur og 33 nýfleygir ungar við Tjörnina, að því er fram kemur í umfjöllun um varpið í Morgunblaðinu í dag. Einnig bættist urtönd við sem nýr varpfugl í fyrra og var varp hennar við Tjörnina staðfest í fyrsta skipti.

Öðrum andategundum farnaðist hins vegar síður. Þetta má lesa í skýrslunni Fuglalíf Tjarnarinnar 2014, eftir Ólaf K. Nielsen og Jóhann Óla Hilmarsson. Hún var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert