Slysahætta vegna ófærðar á völlum

Æfing hjá 6. flokki Fram á gervigrasi í Úlfarsárdal í …
Æfing hjá 6. flokki Fram á gervigrasi í Úlfarsárdal í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum að lenda í mun meiri röskun á leikjum og æfingum vegna ófærðar á vellinum á þessum vetri en áður. Hvort tíðarfarið sé öðruvísi eða hvort borgin sé að spara kyndikostað skal ósagt látið.“

Þetta segir Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings um ástand gervigrasvallar félagsins í Fossvogi. Að sögn hans hefur mikið verið um krapa og snjó á vellinum í vetur og telur Haraldur að slíkt skapi slysahættu fyrir iðkendur, börn sem fullorðna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu segir hann að komið hafi verið á framfæri óskum um betri kyndingu á vellinum við fulltrúa borgarinnar sem sér um þessi mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert