Vill kaupa Icebank-kröfur

Morgan Stanley freistar þess nú að kaupa kröfur á þrotabú …
Morgan Stanley freistar þess nú að kaupa kröfur á þrotabú Sparisjóðabankans mbl.is/afp

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur lagt fram tilboð í kröfur á þrotabú Sparisjóðabankans (SPB), áður Icebank, að nafnvirði um 55 milljarðar króna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að bankinn bjóði kröfur á slitabú Kaupþings með 6% álagi í skiptum fyrir kröfurnar á SPB. Væntar endurheimtur almennra samningskröfuhafa SPB eru um 20-25% samþykktra krafna sem þýðir að markaðsvirði krafnanna er á bilinu 11 til 13,8 milljarðar króna.

Heimtur kröfuhafa Kaupþings eru áætlaðar um 24%, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að ljúka uppgjöri á búi SPB, án árangurs. Kröfuhafarnir eru þó vongóðir um að draga muni til tíðinda á næstu mánuðum, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert