Bannað að kveikja bál í leyfisleysi

mbl.is/afp

Samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum verður óheimilt að kveikja í bálkesti nema með skriflegu leyfi sýslumanns að fengnu samþykki slökkviliðsstjóra og starfsleyfi heilbrigðisnefndar.

Ekki þarf þó leyfi til að kveikja bál sem inniheldur minna en rúmmetra af eldsmat.

Greinin um bálkesti er nýmæli í lögum, samkvæmt skýringum við frumvarpið. Tekið er mið af leiðbeiningum um vinnutilhögun og leyfisveitingar vegna bálkasta og brenna frá árinu 2000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert