Hvassast á Austurlandi

Hvassast verður á Austurlandi í dag.
Hvassast verður á Austurlandi í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gert er ráð fyrir norður- og norðaustan átt á landinu í dag og vindstyrki 13 til 20 metrum á sekúndu. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands mun hægast aðeins á vindi eftir hádegi og verður vindstyrkur þá 10 til 18 metrar á sekúndu. Hvassast verður austast í dag.

Spáð er dálítilli snjókomu eða éljum norður og austanlands en annars léttskýjað. Fer veðri hægt kólnandi. 

Á morgun, laugardag, er gert ráð fyrir vestlægri átt, 5 til 10 metrum á sekúndu og dálitlu éli við norður- og vesturströndina. Verður frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins. 

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert