Innkalla Rapunzel Tahin (brown)

mbl.is

Innnes ehf hefur, í samráði við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Rapunzel Tahin (brown) vegna þess að við almennt gæðaeftirlit hjá Rapunzel Naturkost kom fram jákvæð svörun við salmónellu á vörunni.

Innnes innkallar því Rapunzel Tahin (brown) 250gr af markaðnum, óháð best fyrir dagsetningu.
Vinsamlegast athugið að þetta á aðeins við Tahin brúnt ekki Tahin hvítt né aðrar vörur frá Rapunzel, segir í tilkynningu frá Innes.

Rapunzel hefur framleitt Tahin brúnt í yfir 38 ár og hafa aldrei áður lent í sambærilegu atviki. Rapunzel vinnur að frekari rannsóknum til að finna upptök með ráðgjöf utanaðkomandi aðila í samstarfi við viðeigandi matvælastofnanir. Rapunzel harmar þetta mjög og biðst velvirðingar á þessu atviki.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem verið er að innkalla:
Vörumerki: Rapunzel
Vöruheiti: Tahin Brown
Strikanúmer: 4006040004011
Nettóþyngd: 250gr
Best fyrir dags: Allar dagsetningar
Framleiðandi: Rapunzel Naturkost
Framleiðsluland: Þýskaland
Dreifing: Verslanir um land allt

Innnes hvetur alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert