Jörð skalf á suðvesturhorninu

Við Valahnjúk á Reykjanesi.
Við Valahnjúk á Reykjanesi. Olgeir Andresson

Skjálfti af stærðinni 3,2 stig varð tæpa 4 kílómetra austur af Helgafelli við Hafnarfjörð rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Skjálftans varð vart í Hafnarfirði. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands fylgdu nokkrir minni eftirskjálftar í kjölfarið. Ennfremur hófst hrina skjálfta úti fyrir Reykjanesi, nærri Geirfugladrangi stuttu fyrir miðnætti. Rétt fyrir hálf tólf í gærkvöldi varð þar skjálfti að stærðinni 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert