Metur aðeins 26 til 30 orkukosti

Stefán Gíslason, formann verkefnisstjórnar rammaáætlunar, kynnir starf hennar.
Stefán Gíslason, formann verkefnisstjórnar rammaáætlunar, kynnir starf hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkefnisstjórn um vernd og orkunýtingu landsvæða forgangsraðar þannig vinnu sinni við 3. áfanga rammaáætlunar að hún mun einbeita kröftum sínum að 26-30 orkukostum af alls 88 sem tilkynntir hafa verið til mats.

Fram kom á opnum kynningarfundi verkefnisstjórnarinnar í gær að hún hefði hvorki tíma né fjármuni til að meta alla kostina.

Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, fór yfir verkefnið á fundinum. Verkefnisstjórnin var skipuð í mars 2013 og rennur skipunartími hennar út í mars 2017. Þá kveða lögin á um að gera þurfi rammaáætlun til fjögurra ára. Eftir að verkefnisstjórnin skilar af sér sínum tillögum þarf ráðherra ráðrúm til að leggja fram endanlega tillögu og Alþingi að fjalla um málið þannig að verkefnisstjórnin telur sig þurfa að ganga frá drögum til að setja í opið umsagnarferli sem gert er ráð fyrir í lögunum ekki seinna en í mars 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert