Ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi

Möðrudalsöræfi
Möðrudalsöræfi Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka eða snjóþekja víðast hvar á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða hálka eða snjóþekja og sumstaðar skafrenningur. Þæfingur er á Bröttubrekku.

Eins er snjóþekja eða hálka á Vestfjörðum. Klettsháls er ófær en þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldar sömuleiðis en ófært á Klettshálsi.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Ófært er austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Ófært var um Öxnadalsheiði í morgun en nú er vegurinn opinn. Þar er þó hálka og snjóþekja.

Það er þæfingur á Oddsskarði og Fjarðarheiði en ófært á Fagradal. Á Austurlandi er annars hálka eða snjóþekja. Hálka og snjóþekja er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert