Reykjavík rekur lestina

Íbúar Laugardals voru ánægðastir innan Reykjavíkur með hverfi sitt sem …
Íbúar Laugardals voru ánægðastir innan Reykjavíkur með hverfi sitt sem stað til þess að búa á. Íbúar Grafarholts/Úlfársdals óánægðastir. mbl.is/Styrmir Kári

Þjónustukönnun Capacent meðal íbúa var lögð fram í borgarráði í gærmorgun en þar kemur meðal annars fram að af samanburði á þjónustu nítján stærstu sveitarfélaga landsins þykir þjónustan við íbúa vera síst í Reykjavík.

Samkvæmt þjónustukönnun Capacent fær borgin lökustu einkunn í svörum við átta spurningum af tólf og er í öllum tilfellum undir meðaltali í þessum samanburði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þegar spurt er um ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á eru einungis Borgarbyggð, Reykjanesbær og Árborg með lakari niðurstöðu. 79% aðspurðra voru ánægð með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á, þar af 26% mjög ánægð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert