Skúli Sigurður fer í Neskirkju

Skúli Sigurður Ólafsson.
Skúli Sigurður Ólafsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Valnefnd Nessóknar og biskup Íslands hafa ákveðið að skipa dr. Skúla Sigurð Ólafsson í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. janúar síðastliðinn. Ellefu umsækjendur voru um embættið.

Á facebooksíðu sína skrifar Skúli Sigurður að ekki þurfi að fjölyrða um það hversu þakklátur og spenntur hann er fyrir komandi verkefnum.

Neskirkja.
Neskirkja. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert