Fólk þarf að geta farið út

Hrefna Óskarsdóttir, forstöðumaður Starfsorku í Eyjum.
Hrefna Óskarsdóttir, forstöðumaður Starfsorku í Eyjum. mbl.is/Golli

Hrefna Óskarsdóttir, forstöðumaður Starfsorku í Vestmannaeyjum, skorar á Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, að sjá til þess að allir Íslendingar eigi jafnan rétt á atvinnutengdri endurhæfingu.

Að sögn Hrefnu er pottur brotinn í kerfinu sem þýðir að ekki eigi allir sama rétt til mannsæmandi lífs.

„Eins og staðan er núna eru það bara þeir sem eru á endurhæfingarlífeyri og þeir sem koma frá Vinnumálastofnun sem koma til okkar. Vinnumálastofnun kaupir þjónustu fyrir sína skjólstæðinga og þeir sem eru á endurhæfingarlífeyri eru oftast ennþá tryggðir af vinnuveitanda. Hinir þurfa að vera heima hjá sér sem er mjög niðurdrepandi fyrir fólk í þessari stöðu. Fólk þarf að geta farið út úr húsi og leitað í athvarf eins og Starfsorku til að geta unnið í sínum bata á sínum hraða og sínum forsendum. Án stuðnings er þetta miklu erfiðara,“ segir Hrefna meðal annars í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert