Margrét nýr formaður Bjartrar framtíðar

Hinir tveir formenn Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson og Margrét Marteinsdóttir.
Hinir tveir formenn Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson og Margrét Marteinsdóttir. Ljósmynd/ Björt framtíð

Margrét Marteinsdóttir, vert á Kaffihúsi Vesturbæjar og fyrrum frétta- og dagskrágerðarkona á Rúv var í dag kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum hlaut Margrét 53% greiddra atkvæða, en gjaldkeri og varaþingmaður flokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir var einnig í framboði.

Stjórnarformaður er annar formaður flokksins en viðkomandi stýrir stjórn Bjartrar framtíðar sem telur 80 manns, hefur umsjón með málefnastarfi flokksins og er tengiliður stjórnar við sveitarstjórnarframboð.

Margrét er 43 ára, býr í Reykjavík og starfar sem vert á Kaffihúsi Vesturbæjar. Hún vann í 16 ár á Ríkisútvarpinu, lengst af sem fréttakona en starfaði þar einnig við dagskrárgerð um árabil auk þess að vera varafréttastjóri og dagskrárgerðarstjóri á Rás 1 og Rás 2. Fyrir þann tíma vann hún að mestu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, lengst af á Grund. Hún hefur starfað með Bjartri framtíð síðan fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þar sem hún var í framboði í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert