Verðmæti loðnuafurða gæti orðið 25-28 milljarðar

Sighvatur Bjarnason að loðnuveiðum.
Sighvatur Bjarnason að loðnuveiðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum bara kátir yfir þessu,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, um tillögu Hafrannsóknastofnunar um 320 þúsund tonna viðbót við loðnukvótann sem gefinn var út í haust.

Alls verður leyft að veiða 580 þúsund tonn af loðnu á yfirstandandi vertíð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gunnþór kvaðst telja að heildarkvóti íslenskra skipa yrði í kringum 400 þúsund tonn, en fleiri þjóðir fengju hlutdeild í loðnunni, þ.e. Norðmenn, Grænlendingar og Færeyingar. Hann áætlaði að verðmæti loðnuafurða, miðað við 400 þúsund tonn, gæti orðið á bilinu 25-28 milljarðar króna eftir því hvernig spilaðist úr málunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert